Fréttir og tilkynningar: 2021

Fyrirsagnalisti

26.4.2021 : Tekjufallsstyrkir - Umsóknarfrestur að renna út

Vakin er athygli á því að frestur til að sækja um tekjufallsstyrk rennur út 1. maí n.k. Allir þeir sem eiga rétt en hafa ekki sótt um eru hvattir til þess að gera það sem fyrst.

Lesa meira

23.4.2021 : Sameining Skattsins og Skattrannsóknarstjóra ríkisins

Þann 1. maí nk. sameinast Skatturinn og Skattrannsóknarstjóri ríkisins en lög þess efnis voru samþykkt frá Alþingi þann 20. apríl sl.

Lesa meira

15.4.2021 : Styrkir og stuðningur

Birtar hafa verið upplýsingar um þá sem fengið hafa greidda tekjufallsstyrki og viðspyrnustyrki miðað við stöðuna 14. apríl 2021, og stuðning vegna launakostnaðar frá maí 2020 til og með febrúar 2021.

Lesa meira

31.3.2021 : Tíund, fréttablað Skattsins, er komin út

Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um sameiningu ríkisskattstjóra og tollstjóra, niðurstöður álagningar einstaklinga og lögaðila 2020, aðkomu Skattsins að aðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 og jafnlaunavottun stofnunarinnar.

29.3.2021 : Álag á vangreiddan virðisaukaskatt ekki fellt niður

Álagi í virðisaukaskatti verður beitt á vangreiddan virðisaukaskatt á gjalddaga uppgjörstímabilsins janúar-febrúar 2021 þann 6. apríl nk.

Lesa meira

29.3.2021 : Lokunarstyrkur 5

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lokunarstyrk 5 vegna stöðvunar á starfsemi í tengslum við sóttvarnaraðgerðir á tímabilinu 1. janúar til og með annars vegar 12. janúar og hins vegar 7. febrúar 2021.

Lesa meira

24.3.2021 : Áhrif samkomutakmarkana á afgreiðslur Skattsins

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða verður þjónusta í afgreiðslum Skattsins í Reykjavík ekki með hefðbundnum hætti næstunni, þ.e. á meðan hertar samkomutakmarkanir eru í gildi.

Lesa meira

2.3.2021 : Viðspyrnustyrkir – opið fyrir umsóknir

Móttaka á umsóknum um viðspyrnustyrki er hafin. Viðspyrnustyrkir eru ætlaðir þeim rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir a.m.k. 60% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Lesa meira

1.3.2021 : Skattframtal 2021 - skilafrestur 12. mars

Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklinga 2021, vegna tekna 2020, á þjónustuvef Skattsins. Frestur til að skila er til 12. mars nk.

Lesa meira

24.2.2021 : Opnað fyrir skil á skattframtali einstaklinga 1. mars

Opnað hefur verið fyrir framtalsskil 2021, vegna tekna 2020, 1. mars. Lokaskiladagur er 12. mars.

Lesa meira

17.2.2021 : Opnað fyrir umsóknir um lokunarstyrk 4

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lokunarstyrk 4 vegna stöðvunar á starfsemi í tengslum við sóttvarnaraðgerðir á tímabilinu 18. nóvember til og með 31. desember 2020.

Lesa meira

9.2.2021 : Opnunartími afgreiðslna í Reykjavík færður í hefðbundið form

Vegna tilslakana á sóttvarnarreglum verða afgreiðslur Skattsins í Reykjavík opnaðar á ný frá 09.00-15.30 mán-fim og til kl. 14 á föstudögum. 

Lesa meira

4.2.2021 : Niðurfelling álags í virðisaukaskatti

Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis og óvissu í atvinnulífi hefur ríkisskattstjóri ákveðið að nýta heimild til að beita ekki álagi á vangreiddan virðisaukaskatt.

Lesa meira

2.2.2021 : Opnað fyrir skil á skattframtali lögaðila 2021

Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali lögaðila 2021, vegna tekna 2020, á þjónustuvef Skattsins. Almennur framtalsfrestur lögaðila er til 31 maí, en fagaðilar (endurskoðendur og bókarar) geta fengið framlengdan frest allt til 1. október.

1.2.2021 : Fyrirframgreiðsluseðlar lögaðila birtir á þjónustuvef

Lögaðilum, sem gert er að greiða fyrirfram upp í þau gjöld sem lögð eru á í álagningu, hafa verið birtir fyrirframgreiðsluseðlar á þjónustuvef Skattsins.

Lesa meira

1.2.2021 : Varað við svindli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur um helgina varað við svindli þar sem reynt er að komast yfir kortaupplýsingar fólks í nafni Skattsins. Í skilaboðunum er tilkynnt um meinta endurgreiðslu.

Lesa meira

27.1.2021 : Fyrsta greiðsla barnabóta á árinu 2021

Fyrsta greiðsla barnabóta á árinu 2021 verður mánudaginn 1. febrúar n.k., forsendur fyrir útreikningi barnabóta hvers og eins er að finna á þjónustusíðu Skattsins.

Lesa meira

19.1.2021 : Afgreiðslur í Reykjavík nú opnar frá 11:00-14:00

Vegna tilslakana á sóttvarnarreglum verða afgreiðslur Skattsins í Reykjavík opnaðar á ný frá og með 19. janúar 2021. Opnunartími verður styttri og takmarkanir áfram í gildi til að tryggja sóttvarnir.

Lesa meira

15.1.2021 : Upplýsingaskylda lögaðila samkvæmt jarðalögum

Vakin er athygli á nýlegum lagabreytingum á jarðalögum sem skyldar tiltekna lögaðila til að upplýsa fyrirtækjaskrá árlega um beint og óbeint eignarhald sitt, raunverulega eigendur og eftir atvikum stjórnarmenn og aðra stjórnendur.

Lesa meira

14.1.2021 : Frestun á greiðslu staðgreiðslu og tryggingagjalds

Eindagi staðgreiðslu og tryggingagjalds sem frestað var á árinu 2020 er að renna upp. Heimilt er að sækja um aukinn greiðslufrest.

Lesa meira

11.1.2021 : Tekjufallsstyrkir – opið fyrir umsóknir

Tekjufallsstyrkir eru ætlaðir þeim rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir a.m.k. 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru á tímabilinu 1. apríl til og með 31. október 2020 og að uppfylltum ýmsum öðrum skilyrðum.

Lesa meira

5.1.2021 : Gjaldfrjáls aðgangur að ársreikningum ársreikningaskrár

Þann 1. janúar sl. var opinbert vefsvæði stofnað sem veitir almenningi rafrænan aðgang að ársreikningum úr ársreikningaskrá. 

Lesa meira


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum