Fréttir og tilkynningar: 2018

Fyrirsagnalisti

21.12.2018 : Skatthlutföll 2019

Skatthlutföll einstaklinga í staðgreiðslu vegna ársins 2019 haldast óbreytt milli ára en þrepamörk tekjuskatts hækka í réttu hlutfalli við hækkun á vísitölu neysluverðs samkvæmt tilkynningu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Lesa meira

13.12.2018 : Opnunartími um jól og áramót

Um jól og áramót verða breytingar á venjulegum opnunartíma embættisins ríkisskattstjóra. 

Opnunartími verður sem hér segir:

Lesa meira

29.11.2018 : Ársskýrsla RSK vegna ársins 2017 er komin út

Ársskýrsla ríkisskattstjóra fyrir árið 2017 hefur nú verið birt á vef embættisins. Farið er yfir starfsemi ársins 2017 og ýmsar tölulegar upplýsingar birtar.

Lesa meira

28.11.2018 : Breytingum á formi VSK-skýrslna frestað

Ríkisskattstjóri vill vekja athygli á því að fyrirhuguðum breytingum á virðisaukaskattsskýrslum frá og með 1. janúar 2019 mun verða frestað um óákveðinn tíma. 

Lesa meira

30.10.2018 : Áhersluatriði í eftirliti ársreikningaskrár 2018

Eftirlit ársreikningaskrár á árinu 2019 vegna reikningsársins 2018 mun sérstaklega beinast að eftirfarandi þáttum:

12.10.2018 : Vegna frétta af vefsíðunni tekjur.is

Að gefnu tilefni vill ríkisskattstjóri taka fram að ný vefsíða, tekjur.is, er á engan hátt á vegum embættisins. Fréttir í þá veru eru því beinlínis rangar.

Lesa meira

3.10.2018 : Vettvangseftirlit RSK

Hjá ríkisskattstjóra er starfrækt skatteftirlit sem m.a. sinnir því að heimsækja rekstraraðila og fara yfir hvort staðgreiðsluskil, virðisaukaskattsskil og tekjuskráning virðist vera í lagi. Er þetta gert á landsvísu.

Lesa meira

2.10.2018 : Snorri Olsen skipaður ríkisskattstjóri

Snorri Olsen hefur tekið við embætti ríkisskattstjóra frá og með 1. október 2018. Hann lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands árið 1984 og hóf störf í fjármálaráðuneytinu í apríl á því ári. Hann gegndi þar m.a. starfi skrifstofustjóra á sviði skattamála.

Lesa meira

28.9.2018 : Septembertölublað Tíundar komið út

Páll Kolbeins skrifar um niðurstöður álagningar á einstaklinga 2018. Sigmundur Stefánsson fjallar um heimild til skattendurákvörðunar.  Dómareifanir og umfjöllun um bindandi álit ríkisskattstjóra.

Lesa Tíund

28.9.2018 : Álagning opinberra gjalda á lögaðila 2018

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda 2018 á lögaðila og liggja niðurstöður álagningarinnar nú fyrir.

Lesa meira

28.9.2018 : Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á lögaðila 2018

Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra.

Kærufresti lýkur föstudaginn 28. desember 2018.

Lesa meira

27.9.2018 : Skýringar á álögðum gjöldum lögaðila 2018

Ríkisskattstjóri birtir ítarlegar upplýsingar um forsendur álagningar og skýringar á álagningarseðli. Fjallað er um hverjir bera hvaða skatt og af hvaða stofni hann er reiknaður.

Lesa meira

18.9.2018 : Álagning lögaðila 2018 verður 28. september nk.

Senn líður að birtingu álagningar lögaðila 2018, vegna rekstrarársins 2017. Framtalsfresti lauk 31. maí en fresti þeirra sem í atvinnuskyni annast bókhald og framtalsskil fyrir viðskiptavini sína til að skila skattframtali lögaðila lauk 5. september sl.

Lesa meira

23.8.2018 : Kærufresti vegna álagningar einstaklinga lýkur 31. ágúst

Fresti einstaklinga til að kæra niðurstöður álagningar 2018, vegna tekjuársins 2017, lýkur þann 31. ágúst 2018.

Lesa meira

29.6.2018 : Rafræn birting greiðsluseðla bifreiðagjalda – nýtt fyrirkomulag

Greiðsluseðlar fyrir bifreiðagjöld einstaklinga verða frá og með 1. júlí nk. eingöngu birtir rafrænt. Seðlarnir eru nú aðgengilegir í pósthólfinu á www.island.is eða á þjónustusíðu RSK. Lesa meira

31.5.2018 : Upplýsingar um álögð gjöld 2018

Upplýsingar um álögð gjöld 2018, sjá bæklinginn RSK 12.02 fyrir árið 2018.

31.5.2018 : Álagning opinberra gjalda

Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga 2018.

Lesa meira

29.5.2018 : Birting álagningar - myndband

Birting á álagningu einstaklinga er með mjög breyttu sniði í ár miðað við undanfarin ár en álagningarseðillinn var orðinn barn síns tíma.

Lesa meira

9.5.2018 : Ríkisskattstjóri er stofnun ársins 2018

Í þriðja sinn á síðustu fjórum árum er ríkisskattstjóri kjörin stofnun ársins í árlegri könnun SFR.

Lesa meira

30.4.2018 : Ríkisskattstjóri lætur af störfum

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri hefur verið kjörinn ríkisendurskoðandi og lætur hann því af störfum sem ríkisskattstjóri 1. maí 2018, eftir ríflega 11 ár í starfi.

Lesa meira

26.4.2018 : Framtalsskil einstaklinga - nýtt met

Framtalsskil einstaklinga hafa gengið mjög vel en aldrei hefur jafn mörgum framtölum verið skilað fyrir álagningu.

Lesa meira

13.4.2018 : Ökutækjastyrkir og frádráttur á móti slíkum greiðslum

Að gefnu tilefni vegna opinberrar umfjöllunar um ökutækjastyrki vill embætti ríkisskattstjóra benda á að ökutækjastyrkir eru skattskyldar tekjur og reiknast tekjuskattur og útsvar á þær tekjur með sama hætti og aðrar launatekjur.

Lesa meira

1.3.2018 : Framtalið og þjónustan í mars

Skattframtal einstaklinga er nú opið á þjónustusíðu RSK. Afgreiðsla og símaþjónusta verður opin lengur.

Lesa meira

22.2.2018 : Skattframtal einstaklinga verður opnað 1. mars

Frestur til að skila framtali er til 13. mars en hægt verður að sækja um viðbótarfrest til 16. mars.

Lesa meira

17.1.2018 : Ný gjaldskrá tekur gildi

Ný gjaldskrá tekur gildi 16. janúar 2018 hjá fyrirtækjaskrá RSK.

Lesa meira

3.1.2018 : Skattar, gjöld og bætur 2018

Upplýsingar um staðgreiðslu, barnabætur, vaxtabætur o.fl. á árinu 2018.

Lesa meira


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum