Fréttir og tilkynningar
Fréttir og tilkynningar: 2019
Fyrirsagnalisti
Sameining tollstjóra og ríkisskattstjóra
Þann 1. janúar næstkomandi sameinast embætti tollstjóra og ríkisskattstjóra undir nafninu Skatturinn.
Lesa meiraOpnunartími um jól og áramót 2019
Um jól og áramót verða breytingar á venjulegum opnunartíma Skattsins.
Lesa meiraNýr þjónustuvefur ríkisskattstjóra
Í tilefni af því að um þessar mundir eru 20 ár síðan ríkisskattstjóri hóf að veita rafræna þjónustu, opnum við nýjan og endurbættan þjónustuvef.
Lesa meiraSkattþrep í staðgreiðslu 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur í dag auglýst fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns, innheimtuhlutfall í staðgreiðslu og persónuafslátt fyrir árið 2020.
Lesa meiraSkattskylda lífeyristekna frá Íslandi
Af gefnu tilefni vill ríkisskattstjóri benda á að lífeyrisgreiðslur sem einstaklingar búsettir á Norðurlöndum fá frá Íslandi eru skattskyldar og skattlagðar á Íslandi.
Lesa meiraFræðsluefni frá stýrihóp um varnir gegn peningaþvætti
Ríkisskattstjóri vekur athygli á fræðsluefni sem stýrihópur Dómsmálaráðuneytisins um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hefur gefið út. Sérstök athygli er vakin á bæklingi um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir.
Svikapóstar og símtöl
Undanfarið hafa einhverjum landsmönnum borist falskir tölvupóstar annars vegar og símtöl hinsvegar sem sögð eru frá ríkisskattstjóra, þar sem tilkynnt er um meinta endurgreiðslu skatta eða innheimtu skuldar.
Lesa meiraAlmannaheillafélög með starfsemi yfir landamæri
Í tengslum við setningu laga um skráningarskyldu félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri hefur ríkisskattstjóri birt leiðbeiningar um skráningu slíkra félaga.
Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá 18. október 2019
Ríkisskattstjóri vekur athygli á yfirlýsingu Financial Action Task Force (FATF) sem samþykkt var í kjölfar fundar hins alþjóðlega framkvæmdahóps hinn 18. október sl.
Spurningakönnun vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Sendur hefur verið tölvupóstur til um 3500 einstaklinga og lögaðila sem peningaþvættisteymi ríkisskattstjóra ber að hafa eftirlit með.
Lesa meiraÁlagning opinberra gjalda á lögaðila 2019
Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda 2019 á lögaðila og liggja niðurstöður álagningarinnar nú fyrir.
Lesa meiraAuglýsing um álagningu opinberra gjalda á lögaðila 2019
Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra.
Kærufresti lýkur föstudaginn 27. desember 2019.
Skýringar á álögðum gjöldum lögaðila 2019
Ríkisskattstjóri birtir ítarlegar upplýsingar um forsendur álagningar og skýringar á álagningarseðli. Fjallað er um hverjir bera hvaða skatt og af hvaða stofni hann er reiknaður.
Átak varðandi uppfærslu upplýsinga í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra
Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra vekur athygli á því að skráin stendur nú fyrir átaki varðandi uppfærslu upplýsinga í skránni. Félög eru hvött til þess að yfirfara skráningu sína við fyrsta tækifæri og framkvæma nauðsynlegar úrbætur ellegar kunni að koma til beitingu viðurlaga í formi dagsekta.
Lesa meiraSkráning raunverulegra eigenda hjá fyrirtækjaskrá
Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra vill vekja athygli á því að frá og með 30. ágúst 2019 skulu allir lögaðilar sem stunda atvinnurekstur hér á landi eða skráðir eru í fyrirtækjaskrá afla upplýsinga um og skrá raunverulega eigendur sína og réttindi þeirra við stofnun í fyrirtækjaskrá.
Lesa meiraSvikapóstur í nafni ríkisskattstjóra
Borið hefur á því að einhverjum landsmönnum hafi borist falskir tölvupóstar sem sagðir eru koma frá ríkisskattstjóra, þar sem tilkynnt er um meinta endurgreiðslu.
Lesa meiraFramlagning álagningarskrár einstaklinga 2019
Álagningarskrá einstaklinga 2019 er lögð fram dagana 19. ágúst til 2. september 2019 að báðum dögum meðtöldum. Skráin í heild liggur frammi á öllum starfsstöðvum ríkisskattstjóra nema hjá innheimtusviði í Tollhúsinu.
Lesa meiraSkil lögaðila á framtali og ársreikningi vegna rekstrarársins 2018
Nú styttist í lokaskil ársreiknings 2018 til ársreikningaskrár og skattframtals vegna rekstrarársins 2018, en álagning lögaðila fer fram 27. september nk.
Lesa meiraKærufresti vegna álagningar einstaklinga lýkur 2. september
Fresti einstaklinga til að kæra niðurstöður álagningar 2019, vegna tekjuársins 2018, lýkur þann 2. september 2019.
Lesa meiraHeimild til að nýta séreignarsparnað framlengd
Almenn heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns sem tekið var vegna kaupanna sem í gildi var til og með 30. júní 2019 hefur með lögum nr. 60/2019 verið framlengd til og með 30. júní 2021.
Lesa meiraNýtt efni um virðisaukaskatt á rsk.is
Í stað vefsíðunnar „Nýir í rekstri“ er komin ný síða sem nefnist „Almennt um VSK“. Efni síðunnar á bæði erindi til þeirra sem eru nýir í rekstri og annarra sem hafa verið í virðisaukaskattskyldri starfsemi um einhvern tíma.
Lesa meiraVettvangseftirlit RSK sumarið 2019
Í sumar verður vettvangseftirliti ríkisskattstjóra hagað með hefðbundnum hætti á landsvísu. Ríkisskattstjóri hefur iðulega haft hliðsjón af ábendingum frá aðilum vinnumarkaðarins um áherslur í skatteftirliti.
Lesa meiraÁlagning opinberra gjalda
Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga 2019.
Lesa meiraNiðurstöður álagningar birtar 30. maí
Álagning einstaklinga 2019 vegna tekjuársins 2018 fer fram 31. maí n.k. Niðurstöður álagningar verða aðgengilegar á þjónustuvef RSK frá og með 30. maí.
Lesa meiraÁlagning einstaklinga 2019 – lækkun launaafdráttar
Inneignir (vaxtabætur og barnabætur, ofgreidd staðgreiðsla) eru greiddar inn á bankareikninga 31. maí 2019. Létta má mánaðarlega greiðslubyrði með gerð greiðsluáætlana hjá innheimtumönnum ríkissjóðs.
Lesa meiraEndurskoðun fyrirkomulags við framlagningu álagningarskrár
Í framhaldi af áliti Persónuverndar í máli 2018/1507, dags. 29.11.2018, um gagnagrunn með persónuupplýsingum, hefur ríkisskattstjóri tekið til skoðunar alla framkvæmd við framlagningu og birtingu upplýsinga úr álagningarskrá.
Lesa meiraRíkisskattstjóri fyrirmyndarstofnun 2019
Valið á Stofnun ársins 2019 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica þann 15. maí sl.
Lesa meiraFrumvarp um áframhaldandi ráðstöfun séreignarsparnaðar
Frumvarp um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er nú til meðferðar hjá Alþingi. Í frumvarpinu er mælt fyrir um að tímabundin heimild til ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán skuli framlengd til 30. júní 2021.
Lesa meiraInnheimta opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu færist til ríkisskattstjóra
Þann 1. maí næstkomandi færist innheimta opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu frá tollstjóra til embættis ríkisskattstjóra.
Lesa meiraLeiðbeiningar FATF varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Ríkisskattstjóri vekur athygli á leiðbeiningum sem FATF (Financial Action Task Force) hefur gefið út og nýtist tilkynningarskyldum aðilum eftir því sem við á í þeirra starfsemi.
Um skoðunarmenn félaga
Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra vill vekja athygli á að félög, sem ekki er skylt að kjósa endurskoðanda samkvæmt lögunum eða samþykktum sínum, skulu kjósa endurskoðanda, endurskoðunarfyrirtæki eða skoðunarmann ársreikninga á aðalfundi eða almennum fundi félagsins.
Sameiginlegt eftirlit með hópbifreiðum á erlendum skráningarmerkjum og starfsmönnum
Ríkisskattstjóri, tollstjóri, Samgöngustofa, Vinnumálastofnun og Lögreglustjórinn á Austurlandi munu standa fyrir sameiginlegri eftirlitsaðgerð við komu farþegaferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðarhafnar 16. apríl nk.
Lesa meiraRangur bráðabirgðaútreikningur
Lesa meira
RSK opnar netspjall að nýju
Viðskiptavinum Ríkisskattstjóra stendur nú til boða að sækja þjónustu til embættisins í gegnum netspjall. Ríkisskattstjóri hefur það að markmiði að veita sem besta þjónustu og er netspjallið liður í því.
Lesa meiraFramtalsskil ungmenna eldri en 16 ára
Ungmenni sem náðu 16 ára aldri á árinu 2018 þurfa að skila skattframtali 2019 til jafns við þá sem eldri eru. Skila þarf skattframtali jafnvel þótt það hafi engar launatekjur haft á árinu 2018.
Lesa meiraOpnað fyrir skil á skattframtali 2019
Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklingar 2019, vegna tekna 2018, á þjónustuvef ríkisskattstjóra. Frestur til að skila er til 12. mars nk. en hægt verður að sækja um viðbótarfrest til 15. mars.
Lesa meiraOpnunartími í mars
Skilafrestur á skattframtali einstaklinga 2019 er til 12. mars n.k. Af því tilefni verða breytingar á opnunartíma ríkisskattstjóra.
Lesa meiraLeiðbeiningar um virðisaukaskatt af mötuneytum opinberra aðila
Ríkisskattstjóri hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um virðisaukaskatt af starfsemi starfsmannamötuneyta opinberra aðila. Koma þær í stað eldri leiðbeininga um sama efni frá desember 1995.
Lesa meiraSkattskylda áhrifavalda
Undanfarin ár hefur farið stækkandi sá hópur fólks sem hefur tekjur af markaðssetningu vöru og þjónustu á samfélagsmiðlum, svokallaðir áhrifavaldar. Upplýsingar um skattskyldu þessa hóps er nú aðgengilegar á vef ríkisskattstjóra.
Lesa meiraHeimsóknir til rekstraraðila í samtímaeftirliti ríkisskattstjóra 2018
Ein af megin stoðum undir starfsemi ríkisskattstjóra er skatteftirlit og innan þess sviðs er eining sem sérhæfir sig í samtímaskatteftirliti. Starfið felst í því að rekstraraðilar eru heimsóttir og farið yfir staðgreiðsluskil launa, virðisaukaskattsskil og tekjuskráningu.
Lesa meiraSkilafrestur ársreikninga félaga sem beita IFRS reikningsskilastaðli
Ársreikningaskrá ríkisskattstjóra vill vekja athygli endurskoðenda á því að félag, sem beitir alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS), ber að senda ársreikningaskrá ársreikning félagsins strax eftir samþykkt hans á aðalfundi og eigi síðar en fjórum mánuðum eftir lok reikningsárs.
Umsókn um leiðréttingu á fyrirframgreiðslu barnabóta
Fyrirframgreiðsla barnabóta nemur 50% af áætluðum barnabótum ársins og greiðist með tveimur jöfnum greiðslum, 1. febrúar og 1. maí. Miðað er við fjölskyldustöðu samkvæmt Þjóðskrá eins og hún er 31. desember árið á undan.
Lesa meiraNýir í rekstri - ný síða á rsk.is
Á vef ríkisskattstjóra er nú að finna samandregnar upplýsingar um ýmis atriði er snerta atvinnurekstur. Upplýsingarnar eru einkum hugsaðar fyrir þá sem eru nýir í rekstri, en efni síðunnar á þó einnig erindi til þeirra sem hafa lagt stund á atvinnurekstur um einhvern tíma.
Skil á upplýsingum vegna framtalsgerðar 2019
Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að eftirtöldum upplýsingum og gögnum vegna ársins 2018 skuli skilað eigi síðar en 20. janúar 2019. Upplýsingum þessum skal skilað á þjónustuvef RSK eða samkvæmt lýsingum fyrir hugbúnaðarhús á vef RSK.
Námskeið fyrir nýja í rekstri
Ríkisskattstjóri heldur reglulega námskeið um almenn skattskil og virðisaukaskatt. Næsta námskeið verður haldið dagana 29. og 30. janúar nk. á Grand Hóteli Reykjavík. Námskeiðið fer fram eftir hádegi báða dagana frá kl. 13:00-17:00.
Lesa meira