Opnunartími afgreiðslna í Reykjavík færður í hefðbundið form
Opið frá 9.00-15.30 mánudaga til fimmtudaga, og til 14 á föstudögum
Vegna tilslakana á sóttvarnarreglum verða afgreiðslur Skattsins í Reykjavík opnaðar á ný frá 09.00-15.30 mán-fim og til kl. 14 á föstudögum.
Áfram eru í gildi fjöldatakmarkanir sem og grímuskylda samkvæmt tilmælum sóttvarnaryfirvalda.
Viðskiptavinir eru hvattir til að nýta sér sjálfsafgreiðsluleiðir og fjarþjónustu.
Opnunartími upplýsingavers
Opið er í upplýsingaveri Skattsins frá 09:00 - 15:30 alla virka daga, nema föstudaga þá er opið til 14:00. Hægt er að hringja í síma 442-1000 til að fá aðstoð eða lausn sinna mála.
Nýttu þér sjálfsafgreiðslu
Viðskiptavinir eru eindregið hvattir til að nýta sér þær rafrænu lausnir sem boðið er upp á um hvernig má afgreiða sig sjálfur, senda tölvupóst eða hringja frekar en að koma á staðinn.
Sjá nánari leiðbeiningar um sjálfsafgreiðslu
Á þjónustuvefnum, skattur.is, er t.d. hægt að nálgast mikið af upplýsingum, sækja ýmis yfirlit og staðfest afrit af skattframtali svo dæmi séu tekin.