Opnað fyrir umsóknir um lokunarstyrk 4
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lokunarstyrk 4 vegna stöðvunar á starfsemi í tengslum við sóttvarnaraðgerðir á tímabilinu 18. nóvember til og með 31. desember 2020.
Lokunarstyrkur 4 er ákvarðaður á grundvelli laga
nr. 38/2020 eins og þeim var breytt með lögum nr. 119/2020.
Umsókn þessi er einnig fyrir rekstraraðila með starfsemi sem gert var að hafa lokað lengur. Umsóknir vegna lokana frá og með 1. janúar 2021 verða kynntar síðar.
Sótt er um á þjónustuvef Skattsins. Ef umsækjandi um
lokunarstyrk er félag (lögaðili) skráir prókúruhafi sig inn á sína þjónustusíðu
og fer þannig inn á svæði félagsins. Sjálfstætt starfandi einstaklingur fer inn
í umsóknina í gegnum sína eigin þjónustusíðu. Leiðbeiningar við umsókn hafa verið birtar á COVID-19 síðum Skattsins en umsóknin er alveg sambærileg við umsókn um
lokunarstyrk 3.