Fréttir og tilkynningar


Tekjufallsstyrkir - Umsóknarfrestur að renna út

26.4.2021

Vakin er athygli á því að frestur til að sækja um tekjufallsstyrk rennur út 1. maí n.k. Allir þeir sem eiga rétt en hafa ekki sótt um eru hvattir til þess að gera það sem fyrst.

Tekjufallsstyrkur er ætlaður þeim rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir miklu tekjufalli vegna áhrifa frá heimsfaraldri kórónuveirunnar. Styrkurinn tekur til rekstrartímabilsins 1. apríl til 31. október 2020, að uppfylltum ýmsum skilyrðum, sbr. nánar í leiðbeiningum þar um.

Sótt er um í gegnum þjónustusíðu umsækjanda hjá Skattinum og hófst móttaka á umsóknum 10. janúar s.l.

Athugið að umsókn er ekki fullbúin til afgreiðslu fyrr en hún hefur verið undirrituð með rafrænum skilríkjum.  

Nánari upplýsingar um tekjufallsstyrki

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum