Fréttir og tilkynningar


Nýttu þér sjálfsafgreiðslu

5.10.2020

Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi hvetur Skatturinn alla viðskiptavini sína til að nýta upplýsingar á vefnum (skatturinn.is), hafa samband í gegnum tölvupóst eða hringja í stað þess að koma í afgreiðslur.

Á vefnum er mikið magn upplýsinga um það sem snýr að skattframkvæmd, innheimtu og fyrirtækjaskrá. Tekið hefur verið saman yfirlit yfir leiðir inn á vefinn til að nálgast tilteknar efnislegar upplýsingar, hvernig er hægt að ganga frá greiðslu á sköttum og gjöldum, hvernig er hægt að sækja um vottorð o.fl.

Sjá leiðbeiningar

Íslenska

English

Polska

Lietuviskai


Á þjónustuvefnum, skattur.is, er t.d. hægt að nálgast mikið af upplýsingum, sækja ýmis yfirlit og staðfest afrit af skattframtali svo dæmi séu tekin.

English

Do to the exceptional circumstances customers are encouraged to use our e-services and online information. See our guide for self service.

By logging into your pages on skattur.is customers will find various tax records and copies of their tax return.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum