Skatthlutföll 2019
Skatthlutföll einstaklinga í staðgreiðslu vegna ársins 2019 haldast óbreytt milli ára en þrepamörk tekjuskatts hækka í réttu hlutfalli við hækkun á vísitölu neysluverðs samkvæmt tilkynningu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Í tilkynningunni er einnig kveðið á um hækkun persónuafsláttar og lækkun tryggingagjalds 2019.
Ríkisskattstjóri hefur uppfært vef sinn vegna þessara breytinga sem og annarra sem taka gildi nú um áramótin. Sjá má allt um hlutföll og fjárhæðir á síðu RSK er nefnist Helstu tölur.
Sjá helstu tölur
Þá má lesa tilkynningu Fjármála- og efnahagsráðuneytisins hér í heild sinni á vef stjórnarráðsins.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla