Ársskýrsla RSK vegna ársins 2017 er komin út
Ársskýrsla ríkisskattstjóra fyrir árið 2017 hefur nú verið birt á vef embættisins. Farið er yfir starfsemi ársins 2017 og ýmsar tölulegar upplýsingar birtar.
Fram kemur í skýrslunni að annað sinn hafi álagning einstaklinga verið birt
mánuði fyrr en verið hafði árum saman. Að sama skapi voru opnun netframtals
einstaklinga og framtalsfrestir fyrr á árinu en venjan hafði verið áður. Áfram
var lögð áhersla á gagnaskil og áritun upplýsinga á framtal sem leiddi til að
80% allra skattframtala einstaklinga fengu sjálfkrafa álagningu eftir vélræna
yfirferð. Á framtali lögaðila var helsta breytingin aukin sundurliðun
eiginfjárreikninga á efnahagshlið framtalsins. Áhersla var lögð á að framtölum
lögaðila væri skilað jafnt og þétt yfir árið og að framtölum stærri lögaðila
væri skilað eigi síðar en 31. maí.
Almennt er skýrslunni ætla að varpa ljósi á starfsemi embættisins í víðu ljósi. Fjallað er um þátttöku embættisins í verkefni velferðarráðuneytisins um styttingu vinnuvikunnar, tæknimál, alþjóðleg samstarfsverkefni og upplýsingaskipti svo dæmi séu tekin. Þá var hafist handa við sérgreind verkefni tengd milliverðlagningu. Auk þess má lesa úr tölulegum upplýsingum um þróun framtalsskila, fjölda kæra og erinda einstaklinga og lögaðila sem og þá þróun sem átt hefur sér stað í uppgjöri virðisaukaskatts síðustu tveggja ára.
Ársskýrsla ríkisskattstjóra 2017, auk ársskýrslna liðinna ára eru aðgengilegar á vef embættisins.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla