Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana

11.3.2015

Mánudaginn 2. mars sl. var embætti ríkisskattstjóra afhent handgert tákn fyrir samstarfsverkefnið „Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana!“.

Fulltrúar Vinnumálastofnunar, Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálpar heimsóttu ríkisskattstjóra og afhentu tákn fyrir samstarfsverkefnið, en markmið verkefnisins er að vekja athygli á þeim möguleika að ráða atvinnuleitendur með skerta starfsgetu til starfa. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá þegar Anna Kristín Jensdóttir og Sæunn Jóhannesdóttir afhentu Ingu Hönnu Guðmundsdóttur starfsmannastjóra RSK tákn samstarfsverkefnisins.

Virkjum hæfileikana

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum