Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana
Mánudaginn 2. mars sl. var embætti ríkisskattstjóra afhent handgert tákn fyrir samstarfsverkefnið „Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana!“.
Fulltrúar Vinnumálastofnunar, Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálpar heimsóttu ríkisskattstjóra og afhentu tákn fyrir samstarfsverkefnið, en markmið verkefnisins er að vekja athygli á þeim möguleika að ráða atvinnuleitendur með skerta starfsgetu til starfa.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þegar Anna Kristín Jensdóttir og Sæunn Jóhannesdóttir afhentu Ingu Hönnu Guðmundsdóttur starfsmannastjóra RSK tákn samstarfsverkefnisins.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla