Verkfall hjá starfsmönnum Fjársýslu ríkisins
Vakin er athygli á því að vegna verkfalls háskólamenntaðra starfsmanna hjá Fjársýslu ríkisins birtast kröfur, í einhverjum tilvikum, ekki í heimabanka.
Þrátt fyrir það ber eftir sem áður að standa skil á greiðslum til ríkissjóðs í síðasta lagi á gjalddaga.
Hægt er að fá upplýsingar um greiðslustöðu hjá innheimtumönnum ríkissjóðs (Tollstjóra og sýslumönnum utan höfuðborgarsvæðisins) en einnig er hægt að greiða kröfur hjá þeim.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðum Tollstjóra og sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla