Skattalagasafn RSK - snjallvefur
Skattalagasafn ríkisskattstjóra, á vefslóðinni skattalagasafn.is, er nú aðgengilegt fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Vefurinn aðlagar sig að skjástærð þess tækis sem hann er opnaður í líkt og rsk.is gerir.
Í skattalagasafninu er að finna heildarsafn gildandi laga, reglugerða, reglna o.fl. er varða beina og óbeina skatta, álagningu opinberra gjalda, ársreikninga, bókhald o.fl.
Skattalagasafnið er uppfært til 1. janúar 2015
- Næsta færsla
- Fyrri færsla