Rafræn fyrirtækjaskrá formlega opnuð
Þann 8. desember sl. var ný rafræn fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra opnuð formlega af Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Rafræn fyrirtækjaskrá gerir fólki kleift að nýskrá einkahlutafélög með rafrænum hætti og jafnframt að skrá breytingar á einkahlutafélögum, þ.e. senda aukatilkynningar. Skráningarferlið er rafrænt að öllu leyti og undirritanir með rafrænum skilríkjum. Afgreiðslutími nýskráninga og aukatilkynninga styttist umtalsvert með tilkomu rafrænnar fyrirtækjaskrár og mun að jafnaði taka 1-2 daga í stað 7-10 daga.
Rafræn fyrirtækjaskrá einfaldar nýskráningar og aukatilkynningar og eykur jafnframt gæði þessara skráninga.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að opna rafræna fyrirtækjaskrá
Nánari upplýsingar og kynningarmyndband um rafræna fyrirtækjaskrá
- Næsta færsla
- Fyrri færsla