Rafræn skilríki geta verið þrenns konar
Að gefnu tilefni vill ríkisskattstjóri leggja á það áherslu að engu skiptir á hvaða formi rafræn skilríki eru.
Unnt er að fá þau á debetkorti, í farsíma og á sérstöku korti, svokölluðu hvítkorti. Er þau öll jafngild hvort heldur er til auðkenningar eða undirritunar.
Þegar sótt er um rafrænt skilríki er nauðsynlegt að umsækjandi sanni á sér deili, með framvísun tiltekinna opinberra skilríkja, ökuskírteinis, vegabréfi eða nafnskírteini. Ekki er unnt að nota önnur skilríki.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla