Frestur gagnaskila framlengdur til 12. febrúar

11.2.2014

Frestur til að skila launamiðum, verktakamiðum og öðrum gögnum, sem auglýstur var til 10. febrúar, hefur verið framlengdur um tvo daga.

Vegna truflana á vefnum í gær, sem orsakaði hægagang og vandræði við skil, hefur ríkisskattstjóri ákveðið að framlengja ofangreindan skilafrest til og með 12. febrúar. Jafnframt er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem nettruflanir kunna að hafa valdið.

Þau gögn sem hinn framlengdi skilafrestur nær til eru:

  • Launamiðar og verktakamiðar
  • Bifreiðahlunnindamiðar
  • Hlutafjármiðar
  • Viðskipti með hlutabréf og önnur verðbréf
  • Bankainnstæður
  • Ýmis lán til einstaklinga
  • Stofnsjóðsmiðar
  • Greiðslumiðar - leiga eða afnot
  • Fjármagnstekjumiðar
  • Hlutabréfakaup skv. kaupréttarsamningi
  • Takmörkuð skattskylda - greiðsluyfirlit

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum