Mikill fjöldi beiðna um endurgreiðslu virðisaukaskatts

13.7.2020

Meðal ráðstafana til að bregðast við efnahagssamdrætti af völdum kórónuveirunnar er að endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts var hækkað tímabundið úr 60% í 100% og úrræðið útvíkkað.

Mikill fjöldi beiðna um endurgreiðslu virðisaukaskatts hefur borist Skattinum undanfarnar vikur og hefur afgreiðslutími af þeim sökum farið umfram þá 30 daga sem ríkisskattstjóri hefur til að afgreiða þær. Beðist er velvirðingar á þessum töfum en unnið er að því að afgreiðslutími verði að hámarki 30 dagar.

Til baka Prenta

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum