Frestur fagmanna vegna skilalista er til og með 6. mars
Með bréfi dags. 20. febrúar sl. tilkynnti ríkisskattstjóri um skil og skilalista skattframtala lögaðila 2017. Kom þar fram að samkvæmt 2. gr. auglýsingar nr. 77/2017, sem birt var í B-deild stjórnartíðinda 27. janúar sl., er almennur skilafrestur lögaðila á skattframtölum til 31. maí n.k. Í 5. gr. tilvitnaðar auglýsingar sé þó tekið fram að skil löggiltra endurskoðenda, bókara og annarra fyrirtækja sem í atvinnuskyni annast bókhald og framtalsskil fyrir viðskiptavini sína sæti sérstökum skilmálum umfram almenna skilafresti, er felist í jöfnum skilum. Vakin var á því sérstök athygli að meginforsendan fyrir því að einstökum fagaðilum eða skrifstofum fagaðila verði veittur framlengdur skilafrestur umfram auglýstan almennan skilafrest 31. maí er; að útfylltir verði skilalisti á heimasíðu ríkisskattstjóra fyrir 28. febrúar n.k. vegna lögaðila undir nánar tilgreindum stærðarmörkum, sem viðkomandi hefur tekið að sér að annast skil fyrir.
Í ljósi þess að villur hafa komið upp við innsendingu skilalista, m.a. í framtalsforritinu DK, hefur ríkisskattstjóri ákveðið að framlengja áður auglýstan frest til skila á skilalistum til 6. mars nk.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla