Frestur atvinnumanna framlengdur
Ríkisskattstjóri hefur framlengt frest þeirra sem atvinnu hafa af framtalsgerð til skila á einstaklingsframtölum 2015.
Frestur til skila er lengdur um rúma viku. Föstudagurinn 15. maí 2015 verður lokaskiladagur framtala.
Framlenging skilafrests gildir um skattframtöl manna hvort heldur þeir hafi stundað atvinnurekstur eða ekki.
Ríkisskattstjóri fer þess vinsamlegast á leit við endurskoðendur og bókara að virt verði þau eindregnu tilmæli um að framtölum verði skilað jöfnum höndum, svo fljótt sem auðið er.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla