Vottorð um skuldleysi
Innheimtumenn ríkissjóðs gefa út vottorð um skuldleysi til gjaldenda sem þess óska. Vottorð um skuldleysi er eðli málsins samkvæmt ekki gefið út ef til staðar eru gjaldfallnar skattkröfur og skiptir ekki máli þó eindagi krafnanna sé ekki kominn. Því verður að greiða alla gjaldfallna skatta og gjöld svo hægt sé að gefa út umbeðið skuldleysisvottorð. Í þessu sambandi er bent á dóm Hæstaréttar í máli nr. 525/2011.
Gjaldendur geta pantað
skuldleysisvottorð í gegnum http://www.island.is/ og
er vottorðið sent í pósthólf gjaldenda. Vottorðið má finna undir flokknum "Skatturinn" og heitinu "Skuldleysisvottorð einstaklingar" eða "Skuldleysisvottorð fyrirtæki". Einnig má finna þau með leit á síðunni.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá ríkisskattstjóra í netfanginu innheimta@rsk.is og gjaldkerum á 5. hæð, Tryggvagötu 19.