Launagreiðendur - rafræn skil

Almennar upplýsingar

Rafræn skil vegna opinberra gjalda utan staðgreiðslu hafa verið virk frá árinu 2010. Launagreiðendur geta sótt um að komast í rafræn skil þeim að kostnaðarlausu ef fyrirtækið notar eitthvað af þeim launaforritum sem prófuð hafa verið og samþykkt af Fjársýslu ríkisins til skila með þessum hætti. 

Launaforrit

AxaptaConcordDK BúbótDK launDynaxHLaun2x
HLaun3KjarniNavisionNetbókhaldOracleRegla
SAPStólpiTOK launTopplaunWise Launa

Athugið að listinn er ekki tæmandi.

Helstu kostir rafrænna skila

  • Minni villuhætta í skráningu
  • Öruggari skil
  • Tímasparnaður
  • Umhverfisvænna
  • Peningasparnaður
  • Staða greiðsluáætlana birtist í rafrænu skránni

Ferli og framkvæmd

Launagreiðendur senda upplýsingar um fyrirtækið til Fjársýslu ríkisins sem skráir upplýsingar inn í Tekjubókhaldskerfi ríkisins. Hægt er að skrá upplýsingarnar á eftirfarandi eyðublað:

Eyðublað: rafræn skil launagreiðendur - umsókn

Eftir að upplýsingar hafa verið sendar og skráðar í kerfið þá fær tengiliður fyrirtækisins upplýsingar sendar mánaðarlega um stöðu starfsmanna. Skráin er send út 20. eða 24. hvers mánaðar og er á TXT formi.

Ef enginn launþegi hjá fyrirtækinu skuldar eftir á greidda skatta þá er sendur tölvupóstur þess efnis.

Launagreiðandi þarf að lesa textaskrána inn í sitt launaforrit eftir að hann hefur fengið hana senda. Hægt er að fá frekari upplýsingar hjá umsjónarmanni launakerfis hvernig það er gert.

Hægt er að gera breytingar á fjárhæðum ef talin er ástæða til þess.

Ekki má skrá inn mínus fjárhæð inn á skilagreinina.

Eftir að textaskráin hefur verið útbúin í launaforritinu þarf að senda hana til innlestrar á netfangið tbrkrafa@runuvinnsla.is.

Óþarfi er að senda textaskrána til innheimtumanns.

Greiðslumáti

Millifæra þarf upphæð skilagreinar inn á reikning ríkisskattstjóra

kt. 540269-6029, reikningsnúmer 0101-26-7649.

Launagreiðendum ber að standa skil á opinberum gjöldum utan staðgreiðslu (þing- og sveitarsjóðsgjöldum) eigi síðar en sex dögum eftir afdrátt skv. 4. mgr. 11. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda og 1. mgr. 4. gr. reglugerðar um launaafdrátt, nr. 240/2020 .

Athugið að ef greiðslur berast ekki á tilsettum tíma þá hefur það í för með sér að upphæðir í næstu skrá sem send er út vegna starfsmanna birtist með tvöfaldri upphæð og starfsmenn fá einnig kröfur vegna gjaldanna inn á sinn netbanka.

Breyting á starfsmannahaldi

Nauðsynlegt er að láta innheimtumann vita þegar starfsmaður lætur af störfum og þegar nýr starfsmaður hefur störf.

Ef upplýsingar um breytingar á starfsmannahaldi berast ekki innheimtumanni eru kröfur sendar á rangan launagreiðanda.

Hægt er að fylla inn upplýsingar um breytingar á starfsmannahaldi á neðangreint eyðublað og senda til innheimtumanns í tölvupósti.

 Eyðublað: Nýir starfsmenn og hættir

Netfangið hjá embætti Skattsins er: 7649@skatturinn.is.

Launagreiðendur - skilagrein vegna opinberra gjalda

Ef fyrirtæki eru ekki í rafrænum skilum vegna opinberra gjalda þarf að senda skilagrein til innheimtumanns með upplýsingum um kennitölu, nafn og upphæð sem dregin var af starfsmanni.

Hægt er að útfylla neðangreint eyðublað og senda til innheimtumanns í tölvupósti.

Eyðublað: skilagrein- opinber gjöld

Upplýsingar um netföng

Upplýsingar um skuldastöðu launþega í opinberum gjöldum utan staðgreiðslu - 7649@rsk.is

Rafræn skil - textaskrá - tbrkrafa@runuvinnsla.is


Umsókn um rafræn skil -  tbrlaunagr@fjs.is

Eyðublöð

Eyðublöðin eru öll þannig gerð að hægt er að vista þau á tölvu, fylla út með Adobe Reader og senda með tölvupósti.

Vistið eyðublöðin á tölvuna og notið Adobe Reader til að fylla þau út. Sjá leiðbeiningar

Lög og reglur

Lög nr. 150/2019 um innheimtu opinberra skatta og gjalda

Reglugerð númer 240/2020 um launaafdrátt

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum