Áhersluatriði í eftirlit ársreikningaskrár vegna reikningsársins 2017

20.12.2017

Eftirlit ársreikningaskrár á árinu 2018 vegna reikningsársins 2017 mun sérstaklega beinast að eftirfarandi þáttum:

  • áhersluatriðum Verðbréfaeftirlits Evrópu (ESMA) við eftirlit með reikningsskilum byggðum á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS),
  • ófjarhagslegum upplýsingum í reikningsskilum eininga tengdum almannahagsmunum og móðurfélögum stórra samstæða,
  • hvort texti reikningsskila sem samþykkt eru á aðalfundum sé á íslensku og
  • hvort félag birti fjórdálksreikning í stað aðgreinds ársreiknings móðurfélags og samstæðureiknings.

Ársreikningaskrá hvetur forsvarsmenn félaga sem falla undir lög nr. 3/2006 um ársreikninga, endurskoðendur þeirra og eftir atvikum skoðunarmenn, til að kynna sér meðfylgjandi minnisblað um áhersluatriði í eftirliti ársreikningaskrár vegna reikningsársins 2017.  Meðfylgjandi er minnisblað ársreikningaskrár , fréttatilkynning og opinber yfirlýsing frá ESMA um áhersluatriði í eftirliti með félögum sem beita IFRS og að auki leiðbeinandi reglur frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um ófjárhagslega upplýsingagjöf.

Til baka

Áskrift að IFRS tilkynningum

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum