Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

21.7.2020 : Yfirlýsing frá Verðbréfaeftirliti Evrópu um reikningshaldslega meðhöndlun á tilslökunum leigusala vegna kórónuveirufaraldurins

Alþjóðlega reikningsskilaráðið (IASB) birti í maí síðastliðnum breytingu á staðlinum IFRS 16: Leigusamningar, um tilslakana frá leigusölum vegna COVID-19. IASB tók fram að breytingin myndi gildi frá og með 1. júní 2020. Breytingin hefur ekki verið lögfest á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) af hálfu Evrópusambandsins eða verið samþykkt af EFTA.

Lesa meira

17.7.2020 : Ákvarðanir eftirlitsaðila á Evrópska efnahagssvæðinu

Verðbréfaeftirlit Evrópu (ESMA) hefur birt úrdrátt nr. 24 sem inniheldur ákvarðanir eftirlitsaðila á Evrópska efnahagssvæðinu (EECS – European Enforcers Coordination Sessions) varðandi reikningsskil félaga sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IAS/IFRS). Ársreikningaskrá ríkisskattstjóra hvetur þá aðila sem koma að gerð eða endurskoðun reikningsskila sem gerð eru í samræmi við IAS/IFRS til að kynna sér úrskurði EECS.

Lesa meira

20.5.2020 : Yfirlýsing verðbréfaeftirlits Evrópu vegna áhrifa heimsfaraldurs Kórónuveiru á árshlutauppgjör

Verðbréfaeftirlit Evrópu (ESMA) birti yfirlýsingu 20. maí 2020 vegna væntra áhrifa af Kórónuveirunni (COVID-19) á árshlutareikninga. Ársreikningaskrá vill ítreka að þrátt fyrir að í yfirlýsingunni sé talað um hálfsársuppgjör þá gildir efni hennar jafnt um ársfjórðungsuppgjör, í samræmi við staðalinn IAS 34, í þeim tilvikum sem félögum ber að birta ársfjórðungsleg reikningsskil.

Lesa meira

2.4.2020 : Niðurstöður eftirlits verðbréfaeftirlits Evrópu vegna reikningsskila ársins 2018

Verðbréfaeftirlit Evrópu (ESMA) birti hinn 2. apríl árlega skýrslu um niðurstöður eftirlits með reikningsskilum útgefenda á Evrópska efnahagssvæðinu. Í skýrslunni eru birtar niðurstöður úr eftirliti ársins 2019 vegna reikningsskila ársins 2018. 

Lesa meira


Áskrift að IFRS tilkynningum

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum