Ársreikningaskrá

Ársreikningaskrá tekur við, til opinberrar birtingar, ársreikningum félaga sem rekin eru í hagnaðarskyni og eru með takmarkaðri ábyrg félagsaðila.

Skilaskylda ársreikninga til ársreikningaskrár er bundin í lög og refsirammi fyrir að standa ekki skil á ársreikningi er tilgreindur í lögum um ársreikninga.


Áhersluatriði í eftirliti ársreikningaskrár vegna reikningsársins 2020

Áhersluatriði ársreikningaskrár eru birt fyrir þá sem koma að reikningsskilum og taka þau m.a. mið af nýlegum breytingum laga og reglugerða. Eins er fylgst með að framsetning sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og settra reikningsskilareglna.

Lesa meira

Skil á ársreikningum

Lög um ársreikninga skylda öll hlutafélög, einkahlutafélög, samlagshlutafélög, samvinnufélög og sjálfseignarstofnanir í atvinnurekstri til að leggja fram ársreikninga sína, og samstæðureikninga þegar það á við, hjá ársreikningaskrá til opinberrar birtingar.

Lesa meira

Hnappurinn, rafræn skil á ársreikningum

Hnappurinn er einföld og þægileg lausn fyrir félög til að skila ársreikningi. Félög sem falla undir skilgreiningu laga um ársreikninga um örfélög og falla ekki undir 8. mgr. 3. gr. laganna, geta nýtt sér hann.

Lesa meira

Sektir vegna vanskila

Skila skal ársreikningi, til opinberrar birtingar, til ársreikningaskrár í seinasta lagi 31. ágúst ár hvert fyrir árið á undan óháð því hvort félag teljist hafa verið í starfsemi eða ekki. Sé ársreikningi ekki skilað eru félög sektuð vegna vanskila á ársreikningi til ársreikningaskrár.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum