Önnur gjöld
Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra
Gjaldið er lagt á þá einstaklinga sem eru 16 ára til og með 69 ára á viðkomandi tekjuári og eru með tekjustofn yfir tekjumörkum. Gjaldið er lagt á við álagningu opinberra gjalda ár hvert. Undanþegnir gjaldinu eru elli- og örorkulífeyrisþegar sem dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
Tekjustofn er tekjuskattsstofn að viðbættum fjármagnstekjuskattsstofni. Hjá hjónum og samsköttuðu fólki bætist þó einungis helmingur sameiginlegs fjármagnstekjuskattsstofns við tekjustofn hjá hvoru fyrir sig.
Framkvæmdasjóður aldraðra er í vörslu velferðarráðuneytisins og skal stjórn sjóðsins annast stjórn hans og gera árlega tillögur til heilbrigðisráðherra um úthlutun úr sjóðnum. Nánari upplýsingar má finna á vef Stjórnarráðsins.
Slysatrygging við heimilisstörf
Óskað er eftir slysatryggingu við heimilisstörf með því að merkja við sérstakan reit á forsíðu skattframtals.
Sá sem fyllir út viðeigandi reit á skattframtali í byrjun árs telst slysatryggður við heimilisstörf frá 1. júní það ár til 31. maí árið eftir, enda hafi skattframtalinu verið skilað til skattyfirvalda innan lögbundins frests. Slysatryggingin gildir því aðeins að framtali sé skilað á réttum tíma. Iðgjald vegna tryggingarinnar er lagt á við álagningu opinberra gjalda. Nánari upplýsingar má finna á vef Sjúkratrygginga Íslands.
Ítarefni
Hvar finn ég reglurnar?
Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra - 10. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra
Slysatrygging við heimilisstörf - 8. gr. laga nr. 45/2015, um slysatryggingar almannatrygginga
Annað
Nánari upplýsingar á vef Sjúkratrygginga Íslands - Slys við heimilisstörf (www.sjukra.is)
Nánari upplýsingar á vef velferðarráðuneytisins - Framkvæmdasjóður aldraðra (www.velferdarraduneyti.is)