Rafræn skilríki á korti
Þú getur fengið rafræn skilríki á korti, svokölluð einkaskilríki. Þau eru jafngild skilríkjum á farsíma.
Til að nota rafræn skilríki á korti þarft þú kortalesara og sérstakan hugbúnað á tölvuna.
Sjá upplýsingar um rafræn skilríki á korti á island.is
Nexus Personal hugbúnaðurinn
Fyrir rafræn skilríki á korti þarf kortalesara og Nexus Personal hugbúnaðinn sem saman lesa skilríkin á kortinu. Hugbúnaðurinn er gjaldfrjáls og eru mismunandi útgáfur fyrir Windows, Mac og Linux stýrikerfi.
Sjá nánari upplýsingar um hugbúnaðinn á vef Auðkennis
Kortalesari
Til að geta notað rafræn skilríki á korti þarf lítið tæki sem nefnt er kortalesari en hann les kortið og tengir það við tölvuna.
Í sumum nýrri fartölvum eru þessir lesarar innbyggðir en einnig er hægt að fá lyklaborð eru með innbyggða kortalesara. Annars er hægt að fá utanáliggjandi lesara sem tengjast í USB tengil á tölvunni í ýmsum raftækjaverslunum. Flest útibú bankanna útvega lesara gegn vægu gjaldi. Einfalt er að tengja lesara við tölvu með USB snúru
Hvar fæ ég einkaskilríki?
Einkaskilríki eru rafræn skilríki á korti sem hægt er að fá hjá Auðkenni ehf.
Þeir sem eiga rétt á höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána geta fengið einkaskilríki án endurgjalds.
Sækja um einkakort hjá Auðkenni
Rafræn skilríki fyrir yngri en 18 ára
Einstaklingar undir 18 ára aldri geta fengið rafræn skilríki hvort sem er á farsíma eða á korti.
Umsækjandi þarf í viðurvist foreldra eða forsjáraðila að framvísa þarf gildu skilríki (vegabréf, ökuskírteini, nafnskírteini gefið út af Sýslumönnum) og skrifa þarf undir samning í tengslum við ný skilríki. Foreldri eða forsjáraðili þarf jafnframt að framvísa skilríki (vegabréf, ökuskírteini, nafnskírteini gefið út af Sýslumönnum) og skrifa undir með umsækjandanum.