Barnabótaauki 2020

Sérstakur barnabótaauki er greiddur út við álagningu opinberra gjalda einstaklinga í lok maí 2020 til allra framfærenda barna. Ekki þarf að sækja um sérstakan barnabótaauka heldur verður hann liður í heildarniðurstöðu álagningar.

Fjárhæðir

Fjárhæð barnabótaauka tekur mið af því hvort framfærandi fái greiddar tekjutengdar barnabætur samkvæmt niðurstöðu álagningarinnar eða hvort barnabætur framfæranda séu skertar að fullu vegna tekna.

Fjárhæð  Skilyrði 
 42.000 kr. með hverju barni   Til þeirra sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur 
 30.000 kr. með hverju barni 
Til þeirra sem ekki fá greiddar barnabætur vegna tekjuskerðingar

 Fjárhæð barnabótaauka skiptist jafnt milli hjóna og sambúðarfólks.

Framfærandi

Sérstakur barnabótaauki er greiddur til þeirra sem teljast framfærendur barna samkvæmt skilgreiningu í A-lið 68. gr. tekjuskattslaga.  Við ákvörðun þess hver telst framfærandi barns er fyrst og fremst litið til þess hjá hverjum barnið er skráð til heimilis í árslok samkvæmt Þjóðskrá og skiptir ekki máli þótt barnið hafi ekki verið á framfæri hans allt árið. Sá sem greiðir meðlag með barni telst ekki framfærandi í þessu sambandi.

Lesa um almennar barnabætur

Skerðingar og skuldajöfnun

Sérstakur barnabótaauki telst ekki til skattskyldra tekna og leiðir ekki til skerðingar annarra greiðslna, og honum verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Framfærandi fyrir barnabætur - A-liður 68. gr. tekjuskattslaga

Um barnabótaauka - Bráðabirgðaákvæði LXIII við 68. gr. tekjuskattslaga

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum