Saga skatta á Íslandi
Saga skatta og skattkerfisbreytinga á Íslandi frá því að tekjuskattskerfið tók við af tíundarkerfinu er á köflum töluvert flókin. Hún hefur verið sögð í tveggja binda ritverki sem kom út árið 2013. Nú hefur höfundur ritsins, Friðrik G. Olgeirsson sett saman annál um helstu atburði nútíma skattasögu þjóðarinnar og miðar upphafsárið við 1840. Þá hefur hann einnig tekið saman yfirlit yfir alla þá embættismenn sem gengt hafa starfi skattstjóra, ríkisskattstjóra, vararíkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra frá upphafi og er þeirra getið í skattstjóratali.