Viltu ganga til liðs við góðan hóp hjá ríkisskattstjóra?

Starf | Umsóknarfrestur | Hvar |
---|---|---|
/ Viltu leiða deild mannauðs hjá Skattinum? | 26.05.2025 | RSK Mannauðssvið |
Viltu leiða deild mannauðs hjá Skattinum?Leitað er að öflugum og reyndum aðila til að leiða deild mannauðs innan stofnunarinnar. Um er að ræða fjölbreytt og ábyrgðarmikið nýtt starf þar sem lögð er áhersla á fagmennsku, jafnrétti og vandaða stjórnsýslu. Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna. Um starfið Starfið felur í sér að leiða deild mannauðs á nýju sviði mannauðs-og fjármála og heyrir undir sviðsstjóra. Um er að ræða lykilhlutverk í mótun og innleiðingu stefnu í mannauðsmálum og uppbyggingu á jákvæðri vinnustaðamenningu. Starfið felur í sér náið samstarf við framkvæmdastjórn, stjórnendur og starfsmenn stofnunarinnar, auk þátttöku í stefnumótandi ákvörðunum og umbótaverkefnum. Helstu verkefni og ábyrgð
Hæfnikröfur
Frekari upplýsingar um starfið
Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu Skattsins, skatturinn.is eða á vefsíðu Starfatorgs, starfatorg.is Til þess að umsókn teljist fullnægjandi þarf að fylgja ítarleg ferilskrá þar sem fram koma upplýsingar um umsagnaraðila auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni umsækjanda í starfið og annað er máli skiptir. Umsækjenda um starf hjá Skattinum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmi, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni til viðkomandi starfs. Skatturinn hvetur áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Snorri Olsen ríkisskattstjóri í síma 442-1000 eða með tölvupósti á netfangið snorri.olsen@skatturinn.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Nánari upplýsingar veitir
RSK MannauðssviðLaugavegur 166 |
||
/ Störf hjá Skattinum | 12.06.2025 | RSK Ríkisskattstjóri (09210) |
Störf hjá SkattinumHér er hægt að skrá almenna umsókn fyrir ýmis störf hjá embættinu. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega og þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði. Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn. Sækja þarf sérstaklega um auglýst störf. Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan s.l. 6 mánaða. Helstu verkefni og ábyrgðMismunandi eftir störfum. HæfnikröfurMismunandi eftir störfum. Frekari upplýsingar um starfið
Mismunandi eftir störfum. Nánari upplýsingar veitir
RSK Ríkisskattstjóri (09210)Laugavegur 166 |