• Starfsstöðvar

Skatturinn

Ríkisskattstjóri hefur með höndum skatt- og tollframkvæmd og stýrir stofnun sem nefnist Skatturinn. Stofnunin annast álagningu skatta, tolla og annarra gjalda auk þess að viðhafa eftirlit með réttmæti skattskila. Jafnframt starfrækir stofnunin sérstaka einingu sem fer með rannsóknir skattsvika og annarra skattalagabrota. Þá sinnir stofnunin innheimtu opinberra gjalda fyrir ríki og sveitarfélög í stjórnsýsluumdæmi Reykjavíkur og tryggir þannig ríkissjóði tekjur. Skatturinn gegnir einnig margþættu tollgæsluhlutverki á landamærum og veitir samfélaginu vernd gegn ólögmætum inn- og útflutningi vöru. Loks viðheldur stofnunin fjölda skráa sem skipta sköpum fyrir gagnsæi og samkeppnissjónarmið í viðskiptalífinu, s.s. fyrirtækjaskrá og ársreikningaskrá.

Starfsmenn eru u.þ.b. 480 á 16 starfsstöðvum víðsvegar um landið.


Jafnréttisstefna Skattsins

Skatturinn hefur þá meginstefnu að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum allra kvenna og karla innan embættisins í samræmi við 18. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. 

Lesa meira

Skipurit Skattsins

Skipulag Skattsins gerir ráð fyrir fimm kjarnasviðum sem eru álagningarsvið, eftirlitssvið, innheimtu- og skráasvið og samskiptasvið auk Tollgæslu Íslands. Þá eru stoðsvið stofnunarinnar fimm talsins, þ.e. fjármálasvið, mannauðssvið, skrifstofa ríkisskattstjóra, tæknisvið og þróunarsvið. 

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum