Stofnun félaga í atvinnurekstri
Þegar kemur að því að stofna félag í atvinnurekstri er mikilvægt að velja sér rekstrarform við hæfi, meðal annars eftir umfangi rekstrar. Algengasta rekstrarformið á Íslandi eru einkahlutafélög. Gott er að ráðfæra sig við löggiltan endurskoðenda, bókara eða lögmann þegar kemur að því að velja rekstrarform, þar sem ábyrgð eiganda og skattlagning er ólík eftir rekstrarformi. Upplýsingar um mismunandi félagaform má sjá á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.