Peningaþvætti
Með frjálsum fjármagnsflutningum á milli landa er talið að peningaþvætti hafi orðið alþjóðlegt vandamál og undirstaða skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Til að sporna við þessu hefur verið gripið til ýmissa aðgerða á alþjóðavettvangi.
Ísland er aðili að alþjóðasamstarfi Financial Action Task Force on Money Laundering (FATF) og hefur ríkisskattstjóra verið falið eftirlitshlutverk á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.