Hugbúnaðarhús

Þessi kafli inniheldur upplýsingar fyrir framleiðendur hugbúnaðar þar sem boðið er upp á rafræn skil á upplýsingum til skattyfirvalda. Auk upplýsinga um einstaka gagnaflokka er gerð grein fyrir villuprófunum og grundvallarkröfum vegna XML skila.

Á síðuna Breytingasaga eru allar breytingar skráðar jafnóðum þegar uppfæra eða laga þarf vefþjónustur sem notaðar eru vegna skila á skattagögnum.


Framtalsgögn

Kerfislýsing og kröfur fyrir skil á fjárhagsupplýsingum til forskráningar á skattframtöl um skuldir og vaxtagjöld, bankainnstæður, hlutabréfa- og verðbréfaviðskipti.

Lesa meira

Gagnaskil, vefþjónusta

Undir vefþjónustuna Gagnaskil falla skil á launamiðum, verktakamiðum, hlutafjármiðum og miðum fyrir bifreiðahlunnindi, fjármagnstekjur, stofnsjóði og stofnfé. Einnig skil á sértækum miðum fyrir lífeyrissjóði, sveitarfélög, Tryggingastofnun, Atvinnuleysistryggingasjóð og tryggingafélög.

Lesa meira

Virðisaukaskattur, vefþjónusta

Kerfislýsing og yfirlit yfir aðgerðir vegna rafrænna skila á virðisaukaskatti beint úr bókhaldskerfi. Upplýsingar um villuprófanir og leiðréttingar auk tæknilegrar lýsingar á vefþjónustunni.

Lesa meira

Staðgreiðsla, vefþjónusta

Kröfur og lýsing fyrir vefþjónustu fyrir skil á staðgreiðslu opinberra gjalda auk skila á fjársýsluskatti. Boðið er upp á prófunarþjónustu vegna uppsetninga á launakerfi áður en sending raungagna hefst.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum