FATCA
Þann 26. maí 2015 undirrituðu Ísland og Bandaríkin samning um regluleg upplýsingaskipti vegna fjármálastofnana. Samningurinn er í samræmi við svokölluð FATCA (Foreign Account Tax Compliance Act) sem samþykkt voru í Bandaríkjunum á árinu 2010.
Samkvæmt lögunum og samningnum ber íslenskum fjármálastofnunum, eins og þær eru skilgreinar í samningnum, að standa skil árlega á upplýsingum um tekjur og eignir bandarískra skattaðila. Upplýsingaskiptin fara fram með milligöngu ríkisskattstjóra. Standi fjármálastofnanir ekki við upplýsingaskyldu sína eiga þær á hættu á að lagður verði 30% afdráttarskattur á greiðslur til þeirra sem eiga uppruna í Bandaríkjunum.