Dómar

Dómur héraðsdóms Reykjavíkur í málinu nr. E-47/2010

27.1.2012

Með dómi héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp þann 27. janúar 2012 var íslenska ríkið sýknað af kröfu stefnanda um ógildingu á heimilisfestarúrskurði ríkisskattstjóra sem kveðinn var upp 17. desember 2003.

Stefnandi krafðist þess að framangreindur úrskurður ríkisskattstjóra um skattalega heimilisfesti hans frá 1. janúar 1998 og áfram uns annað yrði ákveðið enda hefði hann fellt niður heimilisfesti sína hér á landi og hefði borið skattskyldu í Bretlandi frá og með 1. september 1998.

Fram kemur í dóminum að heimilisfestarhugtak skattalaga sé rýmra en hugtökin föst búseta og lögheimili skv. lögheimilislögum og að lögheimilisskráning skipti ekki öllu máli þegar föst búseta er ákvörðuð. Afturvirk skráning stefnanda þess efnis að hann hefði verið með lögheimili í Bretlandi hafði af þeim sökum ekki þýðingu í málinu. Með vísan til þess að stefnandi hafði ekki sannað skattskyldu í Bretlandi þrátt fyrir að hafa talið þar fram með afturvirkum hætti og þess að stefnandi taldi fram til skatts hér á landi vegna tekjuáranna 1998, 1999 og 2000 átölulaust sem aðili með fulla og ótakmarkaða skattskyldu, notfærði sér niðurgreidda heilbrigðisþjónustu á Íslandi, starfaði sem ræðismaður erlends ríkis, sat í bankaráði íslensks banka ásamt því að hafa önnur tengsl við Ísland voru ekki talin rök til að fallast á kröfu stefnanda um ógildingu úrskurðar ríkisskattstjóra.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum