Dómar

Dómur héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6736/2010

5.5.2011

Með dómi héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp þann 5. maí 2011 var kröfum stefnenda um ómerkingu á úrskurðum skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra dags. 29. október og 8. desember 2008 og úrskurðum yfirskattanefndar nr. 101/2010 og 102/2010, hafnað.

Í málinu var deilt um hvort skattleggja ætti sem laun hjá eiganda einkahlutafélagsins lán sem félagið veitti eigandanum í tengslum við kaup á bifreið í eigu félagsins. Stefnendur vísuðu til þess að umrædd viðskipti milli félagsins og eiganda hans hafi verið með eðlilegum hætti og að ekki hafi verið um óheimila lánveitingu að ræða.

Í dómsniðurstöðu kemur fram að stefnendur hafi ekki sýnt fram á að bifreiðaviðskipti þau sem málið snerist um væru í samræmi við það sem gerðist á milli ótengdra aðila. Jafnframt kemur fram að viðskiptin hafi ekki verið hluti af reglulegri starfsemi einkahlutafélagsins. Ekki væri þannig um efnislega annmarka á úrskurðum skattstjóra og var íslenska ríkið sýknað.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum