Dómar
Dómur héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2010
Með dómi héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp þann 11. febrúar 2011 var kröfu stefnanda um ógildingu á úrskurði skattstjóra Reykjavíkur dags. 21. desember 2008 í máli stefnanda, og úrskurði yfirskattanefndar nr. 16/2009, hafnað.
Í málinu var deilt um túlkun á 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. tekjuskattslaga. Stefnandi hélt því fram að eftir stofnun og skráningu sameignarfélags væri unnt að breyta skattaðild félagsins þannig að það teldist sjálfstæður skattaðili.
Í dómsniðurstöðu kemur fram að með hliðsjón af orðalagi framangreinds ákvæðis tekjuskattslaganna og forsögu þess væri kröfu stefnanda hafnað og íslenska ríkið sýknað. Fram kemur í dóminum að niðurstaðan brjóta hvorki í bága við meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga né feli í sér takmörkun á félagafrelsi.