Dómar

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 212/2010

20.1.2011

Með dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp þann 20. janúar 2011 var íslenska ríkið sýknað af kröfu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf. sem laut að ógildingu á úrskurði ríkisskattstjóra dags. 17. mars 2008.

Ágreiningurinn í málinu snerist um það hvort að Ölgerðinni væri heimilt að hafa annað reikningsár en almanaksárið í rekstri sínum sbr. 1. mgr. 59. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

Fram kemur í dóminum Ölgerðin hefði ekki sýnt fram á að annað reikningsár væri almennt notað í þeim atvinnurekstri sem hún hefur með höndum. Þá hefði Ölgerðin ekki nýtt heimild í lögum um bókhald og lögum um ársreikninga til að hafa annað reikningsár en almanaksárið. Skilyrði þau sem 1. mgr. 59. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, setur fyrir heimildinni voru þannig ekki uppfyllt. Hæstiréttur staðfesti samkvæmt þessu niðurstöðu héraðsdóms.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum