Dómar

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 223/2010

25.11.2010

Með dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp þann 25. nóvember 2010 var íslenska ríkið sýknað af kröfum Elísabetar Þórarinsdóttur og Paros ehf. sem lutu m.a. að ógildingu á úrskurði yfirskattanefndar dags. 19. mars 2008 nr. 41/2008.


Ágreiningurinn í málinu snerist um það hvort að heimilt hefði verið að yfirfæra skattskyldan söluhagnað sem myndaðist í einstaklingsrekstri á árinu 2000 til einkahlutafélags sem stofnað var um reksturinn á árinu 2002.

Fram kemur í dóminum það eitt að eiga erlent félag teljist ekki atvinnurekstur í skilningi tekjuskattslaga. Það yrði því að leggja til grundvallar að frá miðju ári 2000 til loka árs 2001 hafi áfrýjandinn Elísabet ekki haft rekstur með höndum og að hið sama ætti við um einkahlutafélagið Paros ehf. Frumskilyrði fyrir yfirfærslu á skattaréttarlegum skyldum og réttindum einstaklings í atvinnurekstri til einkahlutafélags sem stofnað er um reksturinn er að um atvinnurekstur sé að ræða. Þetta skilyrði taldi Hæstiréttur að hefði ekki verið uppfyllt í máli þessu staðfesti því niðurstöðu héraðsdóms.
Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum