Dómar
Dómur héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10220/2009
Með dómi þann 7. júlí 2010 sýknaði héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið af kröfu stefnanda annars vegar um að úrskurður yfirskattanefndar nr. 93/2009 dags. 20. maí 2009 yrði felldur úr gildi og hins vegar um endurgreiðslu á ofgreiddum sköttum. Stefnandi hélt því fram að vátryggingabætur sem greiddar voru á árinu 2007 vegna alvarlegs sjúkdóms ættu að vera skattfrjálsar enda væru þær ákveðnar í einu lagi og vísaði um það til 2. tölul. 28. gr. laga um tekjuskatt.
Í forsendum dómsins kemur fram að greiðsla á vátryggingabótum vegna sjúkdóma falli undir skattskyldar tekjur skv. 2. tölul. A-liðar 7. gr. tekjuskattslaga og að bæturnar falli ekki undir hugtakið „líftryggingu“ í 2. tölul. 28. gr. sömu laga.