Dómar

Úrskurður héraðsdóms Reykjavíkur í málinu nr. E-6970/2009

29.1.2010

B.M. Vallá hf. gegn Ársreikningaskrá.

Með úrskurði þann 29. janúar 2010 vísaði héraðsdómur Reykjavíkur kröfu B.M. Vallá hf. um að viðurkennt yrði með dómi að félaginu bæri ekki skylda til að afhenda ársreikningaskrá ríkisskattstjóra ársreikninga sína, frá dómi. Félagið taldi að það væri undanþegið lögbundinni skyldu til að afhenda ársreikningaskrá ársreikninga sína m.a. á grundvelli samkeppnisástæðna og ríkra fjárhags- og viðskiptahagsmuna.


Í forsendum héraðsdóms fyrir frávísun kemur fram að B.M. Vallá hf. hafi ekki sýnt fram á og sannað að ársreikningar hans hafi að geyma upplýsingar sem eðlilegt sé að aðrir hafi ekki aðgang að vegna samkeppnissjónarmiða eða ríkra fjárhags- og viðskiptahagsmuna. Dómurinn hefði þannig engar forsendur til að leggja dóm á kröfur B.M. Vallá hf.
Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum