Dómar

Dómur Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 143/2009

28.1.2010

Íslenska ríkið gegn Glitni banka hf.

Með dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp þann 28. janúar 2010 var íslenska ríkið sýknað af kröfu Glitnis banka hf. um ógildingu á úrskurði ríkisskattstjóra. Í máli þessu var deilt um hvort að sameining Glitnis banka hf. og Framtaks Fjárfestingarbanka hf. hefði verið í samræmi við ákvæði 51. gr. tekjuskattslaga og hvort heimilt hefði verið að nýta rekstrartap Framtaks Fjárfestingabanka hf. í bókum Glitnis banka hf. eftir sameininguna.


Í dómi Hæstaréttar kemur fram að beita yrði 1. mgr. 51. gr. tekjuskattslaga þannig að taka bæri mið af aðstæðum þegar sameining hlutafélaga væri í reynd ákveðin, en ekki þegar sameiningin kæmi til framkvæmdar. Þar sem Glitnir hf. hefði ákveðið að sameinast Framtaki Fjárfestingarbanka hf. áður en allir hlutir í því félagi hefðu verið keyptir gegn greiðslu í reiðufé væru skilyrði 51. gr. tekjuskattslaga ekki uppfyllt á tekjuárinu 2004.
Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum