Dómar

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3623/2015

5.10.2016

Friðjón Rúnar Sigurðsson gegn íslenska ríkinu

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp þann 29. september 2016 var íslenska ríkið sýknað af kröfu stefnanda.

Í málinu var deilt um tekjufærslu á láni sem stefnandi hafði fengið hjá einkahlutafélagi sem var að hluta til í eigu hans.  Ríkisskattstjóri og yfirskattanefnd komust að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða ólögmæta lánveitingu sem skattleggja bæri sem laun.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að óumdeilt sé í málinu að einkahlutafélagið hafi tekið lán hjá Glitni banka hf. og endurlánað stefnanda sem greiddi svo beint af láninu til Glitnis.  Lánveiting með þessum hætti sé í andstöðu við ákvæði laga um einkahlutafélög og af þeim sökum ber að skattleggja hana sem gjöf í samræmi við 2. mgr. 4. tölul. 7. gr. tekjuskattslaga.  Ennfremur kemur fram í dómi héraðsdóms að dómar Hæstaréttar í málunum 417/2015 og 153/2012 hafi skýrt fordæmisgildi í máli stefnanda.

Hlekkur á dóminn:
http://www.heradsdomstolar.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=82bfe2a4-406a-4f9f-b2c4-c595448a4dea

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum