Dómar

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3526/2014

20.5.2015

Vörðuholt ehf. gegn íslenska ríkinu

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp þann 18. maí 2015 var íslenska ríkið sýknað af kröfum stefnanda. 

Í málinu var deilt innskattsrétt stefnanda vegna reikninga frá hlutafélagi sem var ekki með opið virðisaukaskattsnúmer á þeim tíma sem reikningarnir voru gjaldfærðir í rekstri stefnanda. 

Ríkisskattstjóri felldi niður innskatt hjá stefnanda með vísan til  1. mgr. 16. gr. laga um virðisaukaskatt þar sem kveðið er á um að seljanda þjónustu samkvæmt útgefnum reikningum bæri að vera skráður á virðisaukaskattsskrá þegar viðskiptin áttu sér stað.

Í dómi héraðsdóms er vísað til lögskýringagagna þar sem fram kemur að lagt sé að jöfnu að vera skráður á virðisaukaskattsskrá og að vera með opið virðisaukaskattsnúmer.  Þá sé skýrt að tilgangur ákvæðisins sé að koma í veg fyrir innsköttun virðisaukaskatts án þess að viðsemjendur séu með opið virðisaukaskattsnúmer.  Óhjákvæmilegt sé að líta svo á að með því að virðisaukaskattsnúmeri aðila sé lokað sé hann felldur af virðisaukaskattsskrá. 

Ennfremur kemur fram að löggjafinn hafi ákveðið að skattaðili skuli fylgjast með því hvort að reikningar uppfylli kröfur laga um virðisaukaskatts fyrir innskattsfrádrætti.

Að síðustu vísaði dómurinn til þess að ekki væri séð að stjórnsýslulög hafi verið brotin við meðferð máls hans eða að um tvígreiðslur á virðisaukaskatti væri að ræða.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum