Dómar

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-342/2014

23.1.2015

A1988 hf. gegn íslenska ríkinu.

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp þann 21. janúar 2015 var íslenska ríkið sýknað af kröfu stefnanda um ógildingu á úrskurði ríkisskattstjóra og úrskurði yfirskattanefnda.

Í málinu var deilt um tekjufærslu á kr. 90.992.523.593 vegna eftirgefinna skulda samkvæmt nauðasamningi.  Stefnandi hafði tekjufært umrædda fjárhæð á skattframtali sínu 2010 en freistaði þess að fá tekjufærsluna fellda niður þar sem eftirgjöf skuldanna hefði ekki haft í för með sér nein gæði sem metin yrðu til peningaverðs og þar með skattskyld.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákvæði 3. tölul. 28. gr. tekjuskattslaga berið að skýra samkvæmt orðanna hljóðan þannig að ef um sé að ræða eftirgjöf skulda á grundvelli nauðasamnings og skuldirnar hafa myndast í atvinnurekstri beri að tekjufæra slíka eftirgjöf.  Þá var á það bent í dóminum að eftirgjöf skuldanna hafi nýst stefnanda við áframhaldandi rekstur á fyrirtækinu.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum