Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. E-631/2014
Fjarðabyggð gegn íslenska ríkinu
Með dómi Hæstaréttar Íslands sem kveðinn var upp þann 12. mars 2015 var fallist á kröfur stefnanda um greiðslu á kr. 12.341.443 ásamt vöxtum og dráttarvöxtum.
Í málinu var deilt um endurgreiðslurétt á hluta virðisaukaskatts sem lagður var á sölu á hitaveitu stefnanda á heitu vatni til hitunar húsa og laugarvatns á árunum 2005-2010.
Í dómi Hæstaréttar kemur fram að löggjafinn hafi ekki framselt fjármálaráðherra vald til að taka ákvörðun um hvaða orkufyrirtæki sem uppfylltu skilyrði til endurgreiðslu ættu að njóta hennar. Stefnandi hefði átt lögbundinn rétt til endurgreiðslu sem ekki var unnt að breyta með setningu reglugerðar.