Dómar

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 615/2015

3.5.2016

Þórður Már Jóhannesson gegn íslenska ríkinu.

Með dómi Hæstaréttar Íslands sem kveðinn var upp þann 28. apríl 2016 var íslenska ríkið sýknað af kröfum stefnanda.

Í málinu var deilt um hvort skattleggja bæri tekjur sem stefnandi fékk vegna hlutabréfaviðskipta sem fjármagnstekjur eða launatekjur.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að enginn vafi leiki á því að einkahlutafélagi stefnanda voru veitt hlunnindi sem fólust í kaupum á hlutabréfum á þeirri forsendu að stefnandi væri forstjóri Straums Fjárfestingabanka hf.  Í skattalegu tilliti bæri að líta framhjá einkahlutafélagi stefnanda og skattleggja umrædd hlunnindi sem launatekjur hjá honum.  Þá var fallist á það með stefnda að tekjurnar hefðu fallið til þegar eignarhaldsfélag stefnanda losnaði undan kvöðum um kauprétt vinnuveitanda stefnanda.

Hlekkur á dóminn:
http://haestirettur.is/domar?nr=11202

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum