Dómar

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 49/2014

25.9.2015

Árni Þormar Baldursson gegn íslenska ríkinu

Með dómi Hæstaréttar Íslands sem kveðinn var upp þann 24. september 2015 var íslenska ríkið sýknað af kröfum áfrýjanda.

Í málinu var deilt um skattlagningu bifreiðahlunninda.  Áfrýjandi var framkvæmdastjóri og sat í stjórn Lax-á ehf. og átti ásamt eiginkonu sinni meirihluta hlutafjár í félaginu.  Félagið átti bifreið og geymslustaður hennar var á starfsstöð félagsins sem einnig var heimili áfrýjanda og eiginkonu hans.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að áfrýjandi hafi haft sjálfdæmi um afnot bifreiðarinnar án þess að nokkru eftirliti yrði komið við.  Þá hefði hann ekki gefið haldbærar skýringar á því að hann hafi ekki haft bifreiðina til umráða.  Samkvæmt þessu og með vísan til forsendna héraðsdóm að öðru leyti staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms og sýknaði íslenska ríkið.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum