Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 318/2016
Skarphéðinn Berg Steinarsson gegn íslenska ríkinu.
Með dómi Hæstaréttar Íslands sem kveðinn var upp þann 30. mars 2017 var íslenska ríkið sýknaður af kröfum stefnanda.
Stefnandi krafðist ógildingar á úrskurðum ríkisskattstjóra og yfirskattanefndar. Ágreiningurinn stóð um skattlagningu á söluhagnaði sem stefnandi hlaut við uppgjör á starfslokasamningi á árinu 2007. Stefnandi hafði talið tekjurnar fram sem fjármagnstekjur en í endurákvörðun ríkisskattstjóra var söluhagnaðurinn skattlagður sem launatekjur.
Í dómi héraðsdóms, sem einnig sýknaði íslenska ríkið, var vísað til þess að túlka bæri tekjuhugtak 7. gr. tekjuskattslaga rúmt. Samkvæmt því væri ljóst að þau réttindi sem skattaðilar hlotnast á grundvelli samninga um hlutabréfaviðskipti við vinnuveitendur gætu falið í sér tekjur í skilningi ákvæðisins. Þegar horft væri til efnis og eðlis samninganna var talið yfir allan vafa hafið að þau kjör sem stefnandi fékk hefðu tengst starfi hans. Af þeim sökum væri um að ræða skattskyld hlunnindi sem skattleggja bæri sem laun. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms með vísan til forsendna.
Hlekkur á dóminn:
https://www.haestirettur.is/domar/domur/?id=46af59f9-e40f-48b8-adb4-c899385a94b4