Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 281/2015
A1988 hf. gegn íslenska ríkinu.
Með dómi Hæstaréttar Íslands sem kveðinn var upp þann 28. janúar 2016 var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. janúar 2015 staðfestur. Íslenska ríkið var þannig sýknað af kröfu stefnanda um ógildingu á úrskurði ríkisskattstjóra og úrskurði yfirskattanefndar.
Í málinu var deilt um tekjufærslu á kr. 90.992.523.593 vegna eftirgefinna skulda samkvæmt nauðasamningi. Stefnandi hafði tekjufært umrædda fjárhæð á skattframtali sínu 2010 en freistaði þess að fá tekjufærsluna fellda niður þar sem eftirgjöf skuldanna hefði ekki haft í för með sér nein gæði sem metin yrðu til peningaverðs og þar með skattskyld.
Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ágreiningslaust sé að skuldir þær sem gefnar voru eftir hafi myndast í atvinnurekstri áfrýjanda. Samkvæmt gagnályktun frá 3. tölul. 28. gr. tekjuskattslaga bæri því að telja fjárhæðina sem áfrýjandi fékk gefna eftir af skuldum sínum með nauðasamningi til skattskyldra tekna hans í skilningi 7. gr. tekjuskattslaga.
Hlekkur á dóminn:
http://www.haestirettur.is/domar?nr=10952