Dómar

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli 77/2015

6.2.2015

A gegn íslenska ríkinu

Með dómi Hæstaréttar Íslands sem kveðinn var upp þann 4. febrúar 2015 var úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá 6. janúar 2015 staðfestur með vísan til forsendna.

Í málinu var deilt um staðgreiðsluhlutfall vaxtatekna. Sóknaraðili fékk greiddar bætur frá varnaraðila í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 25. október 2014 í máli nr. 6/2012. Á bæturnar voru reiknaðir vextir og af vöxtunum var haldið eftir 20% skatti í samræmi við ákvæði laga nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur.  Sóknaraðili taldi aftur á móti að miða ætti við það staðgreiðsluhlutfall sem í gildi var þegar vextirnir féllu til en ekki þegar þeir væru greiddir.

Í úrskurði héraðsdóms er vísað til dóms Hæstaréttar frá 16. október 2014 í máli nr. 115/2014 sem hafi skýrt fordæmisgildi í málinu.  Í þeim dómi var komist að þeirri niðurstöðu að umþrættar bætur væru óvissar tekjur og hið sama ætti þar með við um vexti af bótunum.  Óvissar tekjur bæri fyrst að tekjufæra og skattleggja þegar tekjurnar væru greiðslukræfar.  Í því máli sem hér var til úrlausnar var það þegar Hæstiréttur kvað upp dóm þann 25. október 2014 í máli nr. 6/2012.

Hlekkur á dóminn:
http://haestirettur.is/domar?nr=10192

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum